Leita í fréttum mbl.is

Félagsmálaráðherra á opnum fundi í Kópavogi

Kæru félagar,
 
Að vanda bjóðum við alla velkomna á opinn félagsfund hjá Samfylkingunni í Kópavogi mánudaginn 21. september nk. í Hamraborg 11, 3. hæð. Gestur okkar að þessu sinni er Árni Páll Árnason, félags og tryggingamálaráðherra.
 
Fundurinn hefst kl. 20:30.
 
 
Hlökkum til að sjá ykkur á góðum fundi.
Kveðja
Stjórnin

Fyrsti bæjarmálafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi eftir sumarleyfi

Heil og sæl
Fyrsti bæjarmálafundur Samfylkingarinnar í Kópavogi eftir sumarleyfi verður mánudagskvöldið 7. september. Á fundinum fjallar Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í bæjarstjórn, um bæjarmálin í sumar og starfið framundan í aðdraganda bæjarstjórnarkosninga.
Fundurinn hefst kl. 20:30 og hann er í Samfylkingarsalnum að Hamraborg 11, 3. hæð. Allir eru velkomnir á fundinn.
Þess má geta að daginn eftir, þriðjudaginn 8. september verður þúsundasti fundur bæjarstjórnar Kópavogs.
Bestu kveðjur - bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar

Opinn fundur með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra

Áætlun um endurreisnSköpum samstöðu um leikreglur og leiðir til endurreisnar. Á fundunum flytja þingmenn og sveitarstjórnarmenn ávörp, en að öðru leyti verða fundirnir í formi spurninga og svara um þau stóru og vandasömu mál sem verið er að leiða til lykta í ríkisstjórn og á Alþingi þessar vikurnar.    Umræðuefnin verða m.a.: Hagur heimilanna - Meiri atvinna  - Lífvænleg fyrirtæki - Gengi og vextir –Ríkisfjármál –Stöðugleikasamningur - Icesave samningarnir - Aðildarumsókn að ESB - Samvinna í ríkisstjórn og hlutverk Samfylkingarinnar.  Allir fundirnir hefjast  kl. 20. og eru allir velkomnir.

Komið og látið raddir ykkar heyrast í líflegum umræðum.

 

Hamraborg 11, mánudaginn  22. júní kl. 20.00

Frummælendur :Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra, Hafsteinn Karlsson bæjarfulltrúi Árni Páll Árnason félags-og tryggingamálaráðherra og  Magnús Orri Schram

 


Aðalfundur Samfylkingarfélagsins í Kópavogi

Heil og sæl
Boðað er til Aðalfundar Samfylkingarfélagsins í Kópavogi mánudaginn 18.maí
 Dagskrá:
1.     Skýrsla stjórnar og nefnda eftir því sem við á.
2.  Lagðir fram reikningar.
3.  Kosning formanns.
5. Kosning fjögurra aðalmanna í stjórn og tveggja til vara.
6. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga.
7. Kosning þriggja manna uppstillingarnefndar.
8. Önnur mál.
Fundurinn er haldinn í Hamraborg 11, 3. hæð og hefst kl. 20:30.
Félagar fjölmennið og takið með ykkur nýja félaga
Stjórnin

Ávarp frá formanni flokksins í tilefni sumardagsins fyrsta

Kæru félagar !

Sumarið er gengið í garð. Harður vetur er að baki og ég hygg að sjaldan eða aldrei hafi landsmenn þráð sólrisuna og vorilminn meira en um þessar mundir. Erfiðleikar undanfarinna mánaða hafa snert okkur öll og þeir hafa reynt á stoðir samfélagsins. Þjóðin þráir uppgjör, endurmat gilda og umfram allt von um réttláta leið endurreisnar úr úr erfiðleikunum. Kosningarnar á laugardaginn munu marka mikilvæg tímamót. Kosningarnar eru farvegur fyrir þjóðina til að gera upp við þá hugmyndafræði sem kallaði yfir okkur hremmingar vetrarins en ekki síður ögurstund varðandi þá vegferð sem þjóðin velur sér í uppbyggingunni eftir hrunið. Í öllu tilliti eigum við Samfylkingarfólk, nestuð með hinum klassísku gildum jafnaðarstefnunnar um frelsi, jafnrétti og bræðralag, brýnt erindi við þjóðina við þessar aðstæður.

Við getum verið stolt af verkum okkar í ríkisstjórn síðustu tvö árin. Áherslur okkar í velferðarmálum, ekki síst í málefnum barna, lífeyrisþega og fatlaðra, sem og viðsnúningur ríkisins í húsnæðismálum, skattamálum, jafnréttismálum, umhverfismálum, lýðræðismálum og stórhækkaðar barna- og vaxtabætur segja í raun allt sem segja þarf um mikilvægi þess að Samfylkingin sé við stjórnvölin. Á tveimur árum hefur okkur tekist að sýna svart á hvítu að það skiptir máli hverjir stjórna í þessum efnum.

Við getum ekki síður verði stolt af þeirri ábyrgu og árangursríku forystu sem Samfylkingin hefur tekið í björgunaraðgerðum og endurreisnarstarfinu eftir bankahrunið. Þar hefur Samfylkingin verið sú kjölfesta sem þjóðin þurfti og ein flokka verið staðföst og einhuga um að marka þjóðinni raunhæfa leið út úr erfiðleikunum. Þrátt fyrir úrtöluraddir og erfið boðaföll hefur Samfylkigin ein flokka staðið í lappirnar og frá fyrsta degi mótað, komið á og fylgt eftir þeirri endurreisnaráætlun sem nú er unnið eftir í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og alþjóðasamfélagið. Það þarf oft á tíðum sterk bein til að verja slíka áætlun í ólgusjó stjórnmálanna í aðdraganda kosninga, en þá staðfestu höfum við sannarlega sýnt á undanförnum dögum og vikum. Af þeirri staðfestu okkar er ég afar stolt.

Síðast en ekki síst getum við verið afar stolt af málefnalegu og skýru framlagi okkar til kosningabaráttunnar með því að leggja fram, ein flokka, heildstæða áætlun um hvernig við sjáum fyrir okkur að íslenskt efnahagslíf verði endurreist og stöðugleiki og velsæld tryggð til framtíðar. Í þeim efnum eru aðildarviðræður við ESB og í kjölfarið þjóðaratkvæðagreiðsla um niðurstöðu þeirra samninga lykilatriði. Aðeins með slíkum formlegum aðildarviðræðum fæst úr því skorið hvort ekki tekst með aðstoð ESB að tryggja stöguleika krónunnar þar til Evran yrði tekin upp, tryggja full yfirráð okkar yfir auðlindum okkar og lífvænleg vaxtarskilyrði fyrir atvinnulífið, ekki síst sjávarútveg og landbúnað. Í mínum huga er þetta eitt af brýnustu verkefnum næstu ríkisstjórnar og verði ég í forystu þeirrar ríkisstjórnar mun það leitt til lykta með farsælum hætti.

Kæru félagar !

Kosningarnar á laugardaginn verða sögulegar. Valdakerfi Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er hrunið og í fyrsta sinn á Íslandi eygjum við möguleikann á að jafnaðarmannaflokkur verði leiddur til forystu, sem stærsti flokkur landsins. Verði það raunin bíður okkar það mikilvæga verkefni að leiða endurreisnina næstu árin og byggja upp samfélag jöfnuðar, réttlætis og samheldin að norrænni fyrirmynd. Við fáum tækifæri til að tryggja íslenskum heimilum og fyrirtækjum efnahagslegar aðstæður eins og þær gerast bestar í Evrópu með aðildarviðræðum við ESB og upptökum Evru og forða Íslandi þannig frá einangrun og afturför í efnahagslegu tilliti.

Við höfum tvo daga til að láta þennan draum rætast. Tvo daga til að gera öllum ljóst sem enn eru í vafa, ekki síst í okkar nánasta umhverfi, að framtíðin mun ráðast næsta laugardag. Sigur okkar er fjarri því að vera sjálfgefinn eins og skoðanakannanir sýna, en hann er vel mögulegur ef við leggjumst öll á eitt. Við höfum allt sem til þarf og getum gengið stolt til verka næstu 48 klukkustundirnar.

Um leið og ég þakka fyrir mikilvægt framlag ykkar síðustu daga óska ég öllu Samfylkingarfólki gleðilegs sumars og glæsilegs sigurs í komandi kosningum.

Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband