13.6.2008 | 09:21
Stofnfundur „Landnemans“ á sunnudaginn
Nýtt félag um málefni innflytjenda og fjölmenningar í tengslum við Samfylkinguna
Stofnfundur Landnemans á sunnudaginn
Landneminn er vinnuheiti félags sem stofnað verður nú á sunnudaginn, 15. júní, á Hressó í Austurstræti, Reykjavík.
Fyrir nokkru kviknaði sú hugmynd meðal flokksmanna á höfuðborgarsvæðinu að stofna félag í tengslum við Samfylkinguna sem væri vettvangur fyrir flokksmenn af erlendum uppruna sem og innfædda flokksmenn með áhuga á fjölmenningu, umheiminum og málefnum innflytjenda. Félagið væri þó galopið fyrir óflokksbundna. Nú er þessi hugmynd orðin að veruleika.
Stofnfundurinn á Hressó á sunnudaginn hefst kl. 16, og auk stofnfundarstarfa flytja þar ávörp Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra og formaður Samfylkingarinnar, Hrannar B. Arnarsson formaður innflytjendaráðs og Bjartur Logi Ye Shen, landnemi og bankamaður. Þegar líður á fundinn verða bornar fram veitingar og Leone Tinganelli syngur og leikur ásamt hljómsveit sinni, Delizie Italiane.
Þá verða frumsýndir á fundinum glæsilegir bæklingar átta tungumálum um stefnu Samfylkingarinnar.
Þriggja manna hópur tók að sér framkvæmdir við stofnfundinn fyrir hönd undirbúningshóps og eru það Bjartur Logi Ye Shen, Kolfinna Baldvinsdóttir og Oddný Sturludóttir.
Mætum öll látið innflytjendur og aðra áhugamenn um fjölmenningu vita!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Bæjarfulltrúar í Kópavogi
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi
- Ýr Gunnlaugsdóttir Formaður
- Tjörvi Dýrfjörð Varaformaður
- Þorsteinn Ingimarsson Gjaldkeri
- Margrét Júlía Rafnsdóttir Ritari
- Kristín Sævarsdóttir Spjaldskrárritari
- Guðrún Jóna Jónsdóttir Varamaður
- Sigurður M. Grétarsson Varamaður
- UJ Kópavogi Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
- Samfylkingin
Jafnaðarmenn víðsvegar
- Socialdemokratiska Arbetareparti Socialdemokratiska Arbetareparti í Svíþjóð
- Socialdemokraterne Socialdemokraterne Danmörku
- Arbeiderpartiet Arbeiderpartiet Noregi
- Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) í Finnlandi
- Parti-socialiste Franski sósíalistaflokkurinn
- Parti Socialiste (Belgium) Sósíalistaflokkur Belgíu
- Partido Socialista de Chile Sósíalistar í Chile
- Sozialdemokratische Partei Deutschlands Þýskir jafnaðarmenn
- Sandinista National Liberation Front Sandinistar í Nicaragua
- Partido Socialista Obrero Español Spánskir sósíalistar
Bækur
Jafnvægi og framfarir
Ábyrg efnahagsstefna
-
Lífsgæði
Stefna Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara -
Fagra Ísland
Tillögur Samfylkingarinnar um að styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi -
Unga Ísland
Aðgerðaáætlun Samfylkingarinnar í málefnum barna og ungmenna -
Jafnvægi og framfarir
Ábyrg efnahagsstefna -
Frjóa Ísland
Mennningarstefna Samfylkingarinnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.