Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2008

Ályktun frá Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi

Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi leggur þunga áherslu á að markmið jafnaðarstefnunnar verði hafðar að leiðarljósi við uppbyggingu hins nýja Íslands.  Forgangsverkefni okkar er að slá skjaldborg um fjölskyldurnar í landinu og tryggja fjárhagslegt öryggi heimilanna. Forsenda þess er að standa vörð um grunnstoðir samfélagsins.

Nauðsynlegt er að fá óháða aðila, sem njóta trausts á alþjóðavettvangi, til að rannsaka skipsbrot efnahagslífsins og hverjir beri þar ábyrgð. Brýnt er að skipta um stjórnendur í Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu til að endurvekja traust almennings og alþjóðasamfélagsins á íslenskum stjórnvöldum.

Stjórn félagsins kallar jafnframt á tafarlausa umsókn um aðild að Evrópusambandinu og evrópska myntsamstarfinu í kjölfarið.

-Stjórn Samfylkingarfélagsins í Kópavogi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband