23.6.2008 | 18:31
"Kúkur frá Kópavogi fullkomlega siðlaus"
"Eins og kom fram í Fréttablaðinu síðastliðinn laugardag dælir Kópavogsbær skólpi í Skerjafjörð um einu sinni í viku.
Að mati Óttars Hrafnkelssonar, forstöðumanns Ylstrandarinnar í Nauthólsvík og Siglingaklúbbsins Sigluness, sem eru næstu nágrannar við dælustöðina, er fullkomlega siðlaust af bæjaryfirvöldum í Kópavogi að dæla skólpi út með þessum hætti. Það getur vel verið að það sé gott að búa í Kópavogi en það er ekki gott að vera nágranni þeirra," segir Óttarr og er allt annað en sáttur.
Í grein Fréttablaðsins kom fram að skólpi væri dælt í Fossvoginn þegar aðrar þróaðri skólphreinsistöðvar yfirfylltust. Óttarr gefur ekki mikið fyrir þessa afsökun og segir þetta svipað og ef hann væri að halda teiti og myndi senda alla gestina sína yfir í garð nágranna sinna til að hafa hægðir vegna þess að klósettið á hans heimili væri upptekið.
Óttarr segir að það sé einfalt fyrir starfsmenn í Nauthólsvík að sjá hvenær Kópavogsbær byrjar að dæla skólpi í sjóinn en þá hópast mávar að frárennslinu. Mælingar á saurgerlum í sjónum í Nauthólsvík eru hins vegar vel undir eðlilegum mörkum. Við dælum líka tuttugu þúsund lítrum af heitu vatni á hverjum degi í lónið. Ég er ekkert viss um að við fengum svona hagstæðar tölur úr saurgerlamælingunum ef við myndum ekki dæla öllu þessu vatni."
birt á visi.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Bæjarfulltrúar í Kópavogi
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi
- Ýr Gunnlaugsdóttir Formaður
- Tjörvi Dýrfjörð Varaformaður
- Þorsteinn Ingimarsson Gjaldkeri
- Margrét Júlía Rafnsdóttir Ritari
- Kristín Sævarsdóttir Spjaldskrárritari
- Guðrún Jóna Jónsdóttir Varamaður
- Sigurður M. Grétarsson Varamaður
- UJ Kópavogi Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
- Samfylkingin
Jafnaðarmenn víðsvegar
- Socialdemokratiska Arbetareparti Socialdemokratiska Arbetareparti í Svíþjóð
- Socialdemokraterne Socialdemokraterne Danmörku
- Arbeiderpartiet Arbeiderpartiet Noregi
- Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) í Finnlandi
- Parti-socialiste Franski sósíalistaflokkurinn
- Parti Socialiste (Belgium) Sósíalistaflokkur Belgíu
- Partido Socialista de Chile Sósíalistar í Chile
- Sozialdemokratische Partei Deutschlands Þýskir jafnaðarmenn
- Sandinista National Liberation Front Sandinistar í Nicaragua
- Partido Socialista Obrero Español Spánskir sósíalistar
Bækur
Jafnvægi og framfarir
Ábyrg efnahagsstefna
-
Lífsgæði
Stefna Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara -
Fagra Ísland
Tillögur Samfylkingarinnar um að styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi -
Unga Ísland
Aðgerðaáætlun Samfylkingarinnar í málefnum barna og ungmenna -
Jafnvægi og framfarir
Ábyrg efnahagsstefna -
Frjóa Ísland
Mennningarstefna Samfylkingarinnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.