Leita í fréttum mbl.is

Ráðið í æðstu embætti Kópavogsbæjar án auglýsingar

Á aukafundi í bæjarráði Kópavogs þann 26. júlí samþykkti meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks að ráða í nokkur af æðstu embættum bæjarins án auglýsingar. Um er að ræða innanhúss hrókeringar ásamt nýrri stöðu gæðastjóra bæjarins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samfylkingunni í Kópavogi þar segir einnig að fulltrúar Samfylkingarinnar hafi lagt til að umræddar stöður yrðu auglýstar í samræmi við starfsmannastefnu bæjarins og lögum um opinbera stjórnsýslu.

„Þeirri tillögu var hafnað með þeim rökum að hér væri verið að gefa starfsmönnum bæjarins tækifæri til framgangs í starfi. Fulltrúar Samfylkingarinnar bentu á að auglýsing útilokar ekki framgang starfsmanna bæjarins í starfi en tryggir aftur á móti að þeir eigi allir jafna möguleika til þess framgangs en ekki einungis þeir sem meirihlutinn velur sérstaklega," segir í tilkynningunni sem Guðríður Arnardóttir bæjarfulltrúi og oddviti Samfylkingar sendir.

birtist. visi.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband