24.9.2008 | 22:49
Mikilvægur kynningarfundur fyrir íbúa
Í Fréttablaðinu í dag birtist auglýsing frá Kópavogsbæ um kynningarfund um breytt skipulag á Kársnesi.
Fundurinn er haldinn til að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti kynnt sér tillögu bæjarins um 1.000 nýjar íbúðir og 13 ha landfyllingar á Kársnesi. Áhrifin verða stórfelld íbúafjölgun og gríðarleg umferðaraukning eins og áður hefur komið fram.
Fram hefur komið að mikil hætta er á að nýjar landfyllingar geti valdið lífríki Fossvogsins óafturkræfum skaða, en slíkt umhverfisslys yrði mikið áfall því Fossvogurinn er eins og allir vita ein helsta náttúru- og útivistarperla höfuðborgarsvæðisins.
Auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag var lítið áberandi og villandi og er engu líkara en að Kópavogsbær sé að reyna að halda fundinn í kyrrþey. Það má alls ekki gerast.
Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir Kársnesinga og alla höfuðborgarbúa. Þess vegna biðjum við þig að:
1) mæta á fundinn
2) hvetja nágranna þína og vini í hverfinu til að mæta
3) vekja athygli þeirra höfuðborgarbúa sem þú þekkir á fundinum (þetta er kynning fyrir allt höfuborgarsvæðið, ekki bara Kársnesinga)
ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ SEM FLESTIR MÆTI KOMUM FOSSVOGINUM TIL BJARGAR.
Fundarstaður: Kársnesskóli við Vallargerði
Fundartími: Fimmtudagur 25. september kl. 20
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Myndaalbúm
Tenglar
Bæjarfulltrúar í Kópavogi
Stjórn Samfylkingarinnar í Kópavogi
- Ýr Gunnlaugsdóttir Formaður
- Tjörvi Dýrfjörð Varaformaður
- Þorsteinn Ingimarsson Gjaldkeri
- Margrét Júlía Rafnsdóttir Ritari
- Kristín Sævarsdóttir Spjaldskrárritari
- Guðrún Jóna Jónsdóttir Varamaður
- Sigurður M. Grétarsson Varamaður
- UJ Kópavogi Félag ungra jafnaðarmanna í Kópavogi
- Samfylkingin
Jafnaðarmenn víðsvegar
- Socialdemokratiska Arbetareparti Socialdemokratiska Arbetareparti í Svíþjóð
- Socialdemokraterne Socialdemokraterne Danmörku
- Arbeiderpartiet Arbeiderpartiet Noregi
- Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) Sosialidemokraattinen Puolue (SDP) í Finnlandi
- Parti-socialiste Franski sósíalistaflokkurinn
- Parti Socialiste (Belgium) Sósíalistaflokkur Belgíu
- Partido Socialista de Chile Sósíalistar í Chile
- Sozialdemokratische Partei Deutschlands Þýskir jafnaðarmenn
- Sandinista National Liberation Front Sandinistar í Nicaragua
- Partido Socialista Obrero Español Spánskir sósíalistar
Bækur
Jafnvægi og framfarir
Ábyrg efnahagsstefna
-
Lífsgæði
Stefna Samfylkingarinnar í málefnum eldri borgara -
Fagra Ísland
Tillögur Samfylkingarinnar um að styrkja stöðu náttúru- og umhverfisverndar á Íslandi -
Unga Ísland
Aðgerðaáætlun Samfylkingarinnar í málefnum barna og ungmenna -
Jafnvægi og framfarir
Ábyrg efnahagsstefna -
Frjóa Ísland
Mennningarstefna Samfylkingarinnar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.