Leita í fréttum mbl.is

Mikilvægur kynningarfundur fyrir íbúa

Í Fréttablaðinu í dag birtist auglýsing frá Kópavogsbæ um kynningarfund um breytt skipulag á Kársnesi.

Fundurinn er haldinn til að íbúar á höfuðborgarsvæðinu geti kynnt sér tillögu bæjarins um 1.000 nýjar íbúðir og 13 ha landfyllingar á Kársnesi. Áhrifin verða stórfelld íbúafjölgun og gríðarleg umferðaraukning eins og áður hefur komið fram.

Fram hefur komið að mikil hætta er á að nýjar landfyllingar geti valdið lífríki Fossvogsins óafturkræfum skaða, en slíkt umhverfisslys yrði mikið áfall því Fossvogurinn er eins og allir vita ein helsta náttúru- og útivistarperla höfuðborgarsvæðisins.

Auglýsingin sem birtist í Fréttablaðinu í dag var lítið áberandi og villandi og er engu líkara en að Kópavogsbær sé að reyna að halda fundinn í kyrrþey. Það má alls ekki gerast.

Þetta er mjög mikilvægt mál fyrir Kársnesinga og alla höfuðborgarbúa. Þess vegna biðjum við þig að:

1) mæta á fundinn

2) hvetja nágranna þína og vini í hverfinu til að mæta

3) vekja athygli þeirra höfuðborgarbúa sem þú þekkir á fundinum (þetta er kynning fyrir allt höfuborgarsvæðið, ekki bara Kársnesinga)

ÞAÐ ER MJÖG MIKILVÆGT AÐ SEM FLESTIR MÆTI – KOMUM FOSSVOGINUM TIL BJARGAR.

Fundarstaður: Kársnesskóli við Vallargerði

Fundartími: Fimmtudagur 25. september kl. 20

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband