Leita í fréttum mbl.is

Ályktun Samfylkingarfélagsins í Kópavogi

Heil og sæl
Það var húsfyllir á mánudagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi í kvöld. Rætt var um stöðuna í landsmálunum og á fundinum voru m.a. allir þingmenn flokksins í Suðvestur kjördæmi. Miklar og líflegar umræður voru um stöðu mála og í lok fundarins var eftirfarandi ályktun samþykkt einróma:
„Fundur í Samfylkingarfélaginu í Kópavogi haldinn 26. janúar lýsir yfir fullum stuðningi við framgöngu Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur formanns og þingflokks Samfylkingarinnar undanfarna daga og hvetur þau til allra góðra verka í þágu lands og þjóðar

Við höfum of lengi búið við deyfð og verkkvíða Sjálstæðisflokksins. Verkefnin í landsstjórninni eru ærin og það þarf fumlausa starfssama stjórn til að hrinda í framkvæmd fjölmörgum aðgerðum til bjargar heimilum og fyrirtækjum í landinu. Samfylkingunni er best treystandi til forystu í slíkri stjórn.“

Rétt er að minna á að Samfylkingin í Kópavogi heldur fundi á hverju mánudagskvöldi. Þeir eru í Hamraborg 11, 3. hæð og hefjast kl. 20:30

Við hvetjum Kópavogsbúa til að taka þátt í öflugu starfi flokksins og hafa áhrif á stefnumótun.

Stjórnin


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flott ályktun! Nú bíðum við bara spennt eftir fæðingu nýrrar ríkisstjórnar.

Kristín Sævarsdóttir (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 10:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband