Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, mars 2009

Kjördæmisþing í Suðvesturkjördæmi

Ágætu félagar í Samfylkingunni í Kópavogi


Kjördæmisþing í Suðvesturkjördæmi

Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi verður haldið fimmtudaginn 26. mars í húsnæði Samfylkingarinnar í Hafnarfirði að Strandgötu 43. Fundurinn hefst kl 20:30.

Dagskrá.

1. Lögð fram tillaga stjórnar kjördæmisráðs um framboðslista Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
2. Önnur mál.

Stjórn Kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi

---

Áhugasömum er bent á félagsfund Samfylkingarfélagsins í Reykjavík með frambjóðendum til varaformanns Samfylkingarinnar, þeim Árna Páli Árnasyni og Degi B.Eggertssyni en kosið verður til embættisins á landsfundinum um komandi helgi. Fundurinn er haldinn miðvikudagskvöldið 25. mars kl. 20:30 að Skólabrú við Austurvöll. Gestir úr Suðvesturkjördæmi eru hjartanlega velkomnir

Fundur með frambjóðendum til varaformanns Samfylkingarinnar

Miðvikudagskvöldið 25. mars verður haldinn fundur með frambjóðendum til varaformanns Samfylkingarinnar, þeim Árna Páli Árnasyni og Degi B. Eggertssyni, en kosið verður til embættisins á landsfundi flokksins um komandi helgi.  Fundurinn fer fram á kosningamiðstöðinni í Skólabrú, við Austurvöll og hefst hann klukkan 20.30.

Samfylkingarfólk í Kraganum er sérstaklega boðið velkomið

Mætum öll og tökum þátt í líflegri stjórnmálaumræðu 


Bæjarmálin á mánudagsfundi

Heil og sæl
Það er ýmislegt framundan í bæjarmálunum hér í Kópavogi. Á næstu dögum verður fjárhagsáætlun endurskoðuð og fátt bendir til annars en að skera þurfi meira niður en þegar hefur verið gert. Grunnskólarnir hafa þegar fengið tilskipun um verulegan viðbótarniðurskurð eða um 6 milljónir á hvern skóla að meðaltali. Það er rösklega ein kennarastaða.
Hvar á að skera niður? Hvað með loforðin um að halda uppi grunnþjónustu? Er hægt að skera niður í yfirstjórn bæjarins eða er staðan þar þannig að ekki er hægt að hrófla við neinu? Hver á forgangsröðunin hjá bæjarfélaginu að vera í rekstrinum?
Við þurfum að leita svara við þessum spurningum og fleirum álíka. Málið verður til umræðu á mánudagsfundi Samfylkingarinnar í Kópavogi 23. mars. Fundurinn verður í Hamraborg 11, 3. hæð og hefst kl. 20:00. Félagar eru hvattir til að mæta og nýir félagar eru velkomnir sem og gestir sem áhuga hafa á málinu.
Kveðja - bæjarfulltrúar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband