Leita í fréttum mbl.is

Nýtt skipulag - blaut tuska framan í íbúa Kársness

Arna Harðardóttir, formaður samtakanna Betri byggð á Kársnesi, segir nýjar skipulagstillögur bæjaryfirvalda í Kópavogi vera blauta tusku framan í íbúa Kársness.

Í kjölfar mótmæla íbúa og ríflega 2000 athugasemda dró Kópavogsbær í fyrra til baka skipulagstillögur sínar varðandi Kársnes. Nýjar tillögur um svæðið verða kynntar íbúum á fundi í kvöld.

,,Tillögurnar slá okkur afar illa," segir Arna en að hennar mati er útgangspunktur bæjaryfirvalda magn frekar en gæði.

,,Gunnar Birgisson sagði að tekið yrði mark á athugasemdum og áhyggjum íbúa og þetta yrði unnið á lýðræðislegum nótum," segir Arna og bætir við að nýju hugmyndirnar taka ekki mið af þeim athugasemdum sem bárust.

Í tillögunum er gert ráð fyrir fleiri íbúðum, fleiri fermetrum undir atvinnuhúsnæði sem leiðir af sér aukna umferð að mati Örnu. ,,Ljóst er að umferð um Kársnesbraut mun aukast um 50% miðað við það sem nú er," segir Arna.

Arna gagnrýnir harðlega tímasetningu kynningarinnar og fundarboðunina sem barst íbúum síðastliðinn föstudag. ,,Fundurinn er boðaður á föstudegi fyrir mestu umferðarhelgi ársins og margir af þeim sökum ekki heima. Þeir fara um eins og þjófar um nóttu og kynna mál þegar fólk er fríi," segir Arna.

Skipulagstillögur um Kársnes voru fyrst kynntar nokkrum dögum fyrir jólin 2006. Í framhaldinu bárust bæjaryfirvöldum athugasemdir og voru tillögurnar lagðar fram að nýju í byrjun júlí í fyrra. Íbúum var gefin frestur til 3. september til að skila inn athugasemdum. Nýju tillögurnar verða því þær þriðju á jafn mörgum árum sem Kópavogsbær leggur fram um svæðið.

Kynningarfundur skipulags- og umhverfissvið Kópavogs um hugmyndir varðandi blandaða byggð í Kársnesi fer fram í nýrri skemmu við Vesturvör 32b í kvöld klukkan 20.

birtist á visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband