Leita í fréttum mbl.is

Ekki tilviljun að breytingar séu kynntar á sumrin

Guðríður Arnardóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Kópavogi, segir að það sé ekki tilviljun að skipulagsbreytingar í Kópavogi séu kynntar á sumrin.

,,Það er auðvitað ekki nein tilviljun að flestar meiriháttar skipulagsbreytingar í Kópavogi fari í kynningu á sumrin þegar fólk er í fríi þegar viðbúið er að færri skili inn athugasemdum," segir Guðríður.

Nýjar tillögur um skipulag á Kársnesi verða kynntar íbúum á fundi í kvöld. Formaður Betri byggðar á Kársnesi hefur gagnrýnt tímasetninguna og fundarboðunina.

Guðríður segir að Samfylkingin í Kópavogi leggist ekki gegn því að nýju tillögurnar fari í kynningu enda ekki um lögformlegt kynningarferli að ræða. Kynningunni er ætlað að skapa umræður um málið svo hægt sé að ná fram sátt um framtíðaruppbyggingu svæðisins. ,,Við höfum nægan tíma til að móta hugmyndir um framtíð Kársness í sátt og samvinnu við íbúa."

Guðríður segir nýju tillögurnar vera viðaminni en þær sem lagðar voru til fyrir ári síðan. ,,Það er búið er að taka stórskipahöfnina út en við höfum enn áhyggjur af umferðarmagninu á svæðinu."

,,Gert er ráð fyrir vegtengingu yfir í Vatnsmýri eins og tillögurnar líta út í dag og sú tenging er grundvallaratriði frá okkar bæjardyrum eigi tillögurnar að ná fram að ganga," segir Guðríður og bætir við að henni þykir hugmyndirnar að mörgu leyti spennandi.

birt á visir.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband